Vinnum gegn kvíða barna og unglinga í tæka tíð.

Kvíði er eðilileg tilfinning þegar hann er innan ákveðinni marka. Kvíði getur verið jákvæður því kvíðatilfinningin getur aftrað okkur frá því að ana út í eitthvað alveg óhugsað.

Í dag er farið að veita alvarlegum kvíða meðal barna og unglinga meiri athygli en hingað til og er það vel. Kvíði hrjáir ekki aðeins unglinga, börn í fyrsta bekk grunnskóla geta líka sýnt sterk merki um mikinn kvíða, kvíða sem getur orðið viðvarandi vandamál ef ekkert er að gert.

Það er mikið talað um kvíða - en það er minna unnið að því að hjálpa börnum og unglingum að skilja kvíðann sínn, að skilja hvað það er sem kemur kvíðanum af stað. Kvíði kallar stundum fram ákveðna hegðun, barnið / unglingurinn hagar sér á annan hátt en æskilegt má teljast. Viðbrögðin sem barnið / unglingurinn sýnir eru þá mögulega skoðuð sem óþekkt, þrjóska, ókurteisi, vanvirðing, dónaskapur,sem óásættanleg hegðun, hvort heldur sem er í skóla, í frístund, á heimili sínu eða innan um ókunnuga. 

Hvað þarf til að skólinn fái fyrir alvöru raunhæfa aðstoð skóla og menntamálayfirvalda til að vinna gegn  kvíða barna og unglinga í tæka tíð, áður en kvíðinn þróast út í þunglyndi? 

Hvers vegna er ekki veitt ráðrúm til að vinna markvisst með þessi mál - sálarheill og vellíðan barnanna sett í forgangsröð? Það er auðvelt að kenna börnum jafnt sem unglingum að vinna með tilfinningar sínar og hugsanir. Barn sem er í tilfinningalegu jafnvægi og nær að blómstra í daglegu lífi á auðveldara með að takast á við óhjákvæmilegar fyrirstöður hversdagsins. Sterk sjálfsmynd og sjálfsöryggi styrkir barnið á svo margan hátt.

Vinnum gegn kvíða - í tæka tíð.

 2döpur.mykri  


Fátæklegar staðreyndir úr rauntíma spjaldtölva og snallsíma, skólaárið 2016 - 2017

Tölvueign heimila á stórhöfuðborgarsvæðinu er orðin það almenn í dag að ætla má að hægt sé að segja að tölva sé orðin sjálfsagður hluti af staðalbúnaði vel flestra heimila. 

Í aðalnámskrá grunnskóla er lögð áhersla á að samflétta netvædda upplýsingatækni á sem eðlilegastan hátt almennu námi í grunnskólanum. Með tilliti til þess hve stór hluti heimila hefur í dag greiðan aðgang að einni eða fleiri tölvum, auk aðgengis tölvugagna í gegnum snallsíma og spjaldtölvur, þá mætti áætla að langflest börn, á yngsu stigum grunnskólans hefðu greiðan aðgang að tölvum í ýmsu formi heima fyrir. Því væri ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir að börnin hefðu einnig ákveðna grunnleikni í að meðhöndla tölvu, þau gætu að minnsta kosti kveikt og slökkt á tölvu og hefðu nokkra grunnfærni í að nota lyklaborð tölvunnar.
Þegar betur er að gáð er það kannski ekki eins eðlilegt og sjálfsagt og virðast kann í fyrstu. Staðreyndin er nefnilega líklega sú að mjög mörg börn á yngsta stigi grunnskólans kunna lítið sem ekkert að nýta sér tölvur til annars en að stjórna stýripinnum leikjatölva og til að taka þátt ýmsum gerðum tölvuleikja. Mörg þeirra hafa þó líklega einnig öðlast færni í að fara inn á youtube til að horfa á myndbönd.
(hluti af stiklum JBS um skólamálin í dag, 2017, 1.2.2017)

kid.computer

 


Eiga landsmenn von á mismunandi menntastefnum eftir búsetu barna?

Margir kennarar og aðrir sem hafa mikinn áhuga á menntun og velferð barna og unglinga hér í borginni, velta því nú fyrir sér hvernig verði með nýju þverpólitísku menntastefnuna sem borgin ætlar að setja fram áætlun um í lok ársins. Ótal spurningar brenna í hugum fólks. Hvernig verður t.d. staðan gagnvart núverandi aðalnámskrá leik og grunnskóla sem öllum kennurum landsins er í dag ætlað að skipuleggja vinnu sína eftir - já og miðla kennslu samkvæmt? Á að standa mismunandi að kennslunni eftir því hvort er í Reykjavík eða í öðrum sveitarfélögum? Er hægt að vera með mismunandi menntastefnur í svona litlu og fámennu landi sem Íslandi. Aðrir furða sig á þátttöku erlendra fræðimanna í vinnunni - og hve grannt skuli nú horft til aðferða sem ætla megi að ýta frammistöðu íslenskra nemenda hærra á matskvarðann í PISA könnunum.

skoli

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband