Hversu langt á að ganga í niðurskurði í rekstri leikskólanna?


Nú er farið að senda börnin heim vegna manneklu til að tryggja örugga umsjá þeirra barna sem eftir eru. Er það forsvaranlegt af hálfu borgaryfirvalda að aðstæður í leikskólum borgarinnar séu orðnar með þessu hætti.
Verðum við ekki að fara að snúa blaðinu við. Þetta getur ekki gengið svona.
Það hefur oft komið fram í máli leikskólastjóra að sökum veikinda starfsfólks verði álagið oft mikið. Leikskólastjórarnir, leikskólakennararnir og annað starfsfólk þurfi þá að sjá um að sinna meiru en sínu eigin starfi. Þannig sé reynt að halda starfseminni í eðlilegum skorðum. Þetta er þó engan vegin hægt til lengdar og ekki forsvaranlegt þegar um mikil forföll er að ræða. Ef ekki er hægt að kalla til auka starfsfólk vegna sparnaðar er ekki undarlegt þó að leikskólastjórar neyðist til að senda börnin heim til að auðveldara sé þá að tryggja umönnun þeirra barna sem eftir verða. 
Það að senda börnin heim er örugglega eitt það síðasta sem leikskólastjórarnir ákveða að gera og þetta er þeim ábyggilega þungbær ákvörðun.

Leikskólastjórar hafa nú þegar sparað eins og þeim er framast unnt. Þegar leikskólastjóri sem hefur 20 ára starfsreynslu við stjórnun og rekstur leikskóla og hlýtur að teljast sérfræðingur í slíkum rekstri segir að það sé ekki hægt að spara meira - þá hlýtur það að vera rétt. 

En hvað ætli sé skilgreint sem grunnþjónusta við börnin og forráðamenn þeirra? 
Hversu langt er nú þegar gengið á grunnþjónustuna? Verður gengið enn lengra? Hvenær? Með hvaða hætti?  Fá foreldrar endurgreitt vegna þeirra daga sem börnin eru send heim? Hver eru viðbrögð atvinnurekenda þegar foreldrar mæta með börn sín í vinnuna þar sem leikskólinn hefur þurft að senda þau heim?

Við hljótum að þurfa að setja allt kapp á að finna fé til að hægt sé að reka leikskólana með öruggum hætti og þannig að börnin fá þá bestu umönnun og þjónustu sem kostur er. 
Einhvers staðar leynast peningar í kerfinu. Vissulega er þörf á að fara í margvíslegar framkvæmdir víða í borginni, lagfæra götur, sprengja fyrir lögnum, byggja eitt og annað .... en við megum ekki vanrækja börn borgarinnar. Öryggi barnanna, góð umönnun og uppfræðsla þarf að vera í forgangi. 1ars


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband