Er næg kennslumálaráðgjöf í mennta- og menningarmálaráðuneytinu?

Eru nánir aðstoðarmenn mennta- og menningarmálaráðherra öllum hnútum kunnugir í skóla - og menntakerfi landsins? Frá leikskóla til framhaldsskóla?

Mennta- og menningarmálaráðherra var að ráða sér nýjan aðstoðarmann, nú eru þeir því tveir. Ég efast ekki um manngildi þessara ágætu einstaklinga - en það væri fróðlegt að vita hvort þeir þekki vel til innviða og uppbyggingar í skólakerfinu; leikskóla > grunnskóla > framhaldsskóla? Vissulega er glænýrri stofnun menntamála ætlað að sinna menntamálunum en mér þykir það skjóta samt dálítið skökku við að ráðherrann velji sér ekki menntunarfræðing til að hafa sér við hlið í svo mikilvægum málaflokki. Lögfræðingar, viðskiptafræðingar, markaðsfræðingar ...... gott fólk með framsýni og uppbyggingu að leiðarljósi .... en hvers vegna ekki líka fólk "af gólfinu" - fólk sem veit hvað er að gerast innan veggja skólanna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband