Færsluflokkur: Vefurinn

Fátæklegar staðreyndir úr rauntíma spjaldtölva og snallsíma, skólaárið 2016 - 2017

Tölvueign heimila á stórhöfuðborgarsvæðinu er orðin það almenn í dag að ætla má að hægt sé að segja að tölva sé orðin sjálfsagður hluti af staðalbúnaði vel flestra heimila. 

Í aðalnámskrá grunnskóla er lögð áhersla á að samflétta netvædda upplýsingatækni á sem eðlilegastan hátt almennu námi í grunnskólanum. Með tilliti til þess hve stór hluti heimila hefur í dag greiðan aðgang að einni eða fleiri tölvum, auk aðgengis tölvugagna í gegnum snallsíma og spjaldtölvur, þá mætti áætla að langflest börn, á yngsu stigum grunnskólans hefðu greiðan aðgang að tölvum í ýmsu formi heima fyrir. Því væri ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir að börnin hefðu einnig ákveðna grunnleikni í að meðhöndla tölvu, þau gætu að minnsta kosti kveikt og slökkt á tölvu og hefðu nokkra grunnfærni í að nota lyklaborð tölvunnar.
Þegar betur er að gáð er það kannski ekki eins eðlilegt og sjálfsagt og virðast kann í fyrstu. Staðreyndin er nefnilega líklega sú að mjög mörg börn á yngsta stigi grunnskólans kunna lítið sem ekkert að nýta sér tölvur til annars en að stjórna stýripinnum leikjatölva og til að taka þátt ýmsum gerðum tölvuleikja. Mörg þeirra hafa þó líklega einnig öðlast færni í að fara inn á youtube til að horfa á myndbönd.
(hluti af stiklum JBS um skólamálin í dag, 2017, 1.2.2017)

kid.computer

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband