Endurskoðum sameiningu skólastiga á milli hverfa!

"Nemendur sendir út fyrir heimahverfið" er fyrirsögn á grein í Morgunblaðinu 27. júní, bls 4 (rituð af Ingvari S. Birgissyni)
Greinin lýsir hluta af því sem gerist við sameiningu grunnskóla í Reykjavík. Þarna er því lýst að nemendur í sjött...a og sjöunda bekk í Vættaskóla - Engjum þurfa að sækja nám í Vættaskóla Borgum.
Á síðustu árum hafa allnokkrar grunnskóladeildir á unglingastigi í Reykjavík verið sameinaðar í hagræðingarskyni. Talað er um að þetta sé gert fyrir nemendur, með þeirra hag í huga því við þessar breytingar sé unnt að bjóða upp á meira námsval og einnig verði auðveldara fyrir nemendur að nýta ýmsa þjónustu s.s. sérfræðiráðgjöf.
Persónulega set ég heilmikið spurningarmerki við sameiningartilburðina. Vissulega er skynsamlegt að skoða alla möguleika, en mér þykir gengið of langt í tilvikinu sem er lýst í blaðagreininni, þar er sagt frá því að börn sem eru enn á miðstigi eigi nú að sækja skóla í öðru hverfi.
Sagt er að göngustígir hafi verið bættir á milli hverfanna og lýsing á þeim bætt. Það er í sjálfu sér hið besta mál en hvað annað er gert til að auka á öryggi barnanna sem fara þurfa í annað hverfi til að sækja skólann dags daglega?
Er þetta nauðsynlegt? Þarf að færa þau yfir í annan skóla varðandi allt námið eða væri nóg að hluti af kennslunni væri sóttur yfir í næsta hverfi?
Það er að mörgu að hyggja þegar á að hagræða í kerfinu. Leggjum áherslu á að hagræða á skynsamlegan hátt, höfum þarfir og öryggi barnanna í fyrirrúmi. Fjárhagslegar áherslur í sparnaði skila sér ekki alltaf á þann hátt sem fólk hyggur.
Sjá meira
engivættarskóli

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband