20.7.2007 | 13:50
Hvers vegna er ég að leiðbeina fólki með efnið á The Secret?
Já, ég hef fengið nokkrar spurningar um þetta þannig að það er best að kynna sig.
Menntunartitillinn minn í dag er M.Ed., menntunarfræðingur, þið getið lesið heilmikið um bakgrunn minn - starfsferil o.fl. ef óskað er með því að smella hér
Námstækni ehf.
Árið 2004 stofnaði ég kennslu og ráðgjafafyrirtækið Námstækni ehf. Meginmarkið fyrirtækisins er að miðla efni sem getur nýst einstaklingum og fyrirtækjum til vaxandi vellíðunar, velgengni og auðlegðar, allt eftir áhuga, vilja og sjálfsábyrgð hvers og eins.
Í þeim tilgangi hef ég á undanförnum árum einkum sótt mér viðbótar fræðslu og reynslu til Bandaríkjanna og Kanada, til frömuða á ýmsum sviðum persónulegrar árangurstækni og tölvutækni.
PhotoReading / Myndlestur, lestrar- og námstækni
2004 fékk ég réttindi til að kenna PhotoReading, Myndlestur, í samstarfi við Paul R. Scheele og fyrirtæki hans, Learning Strategies Corporation í Minneapolis í Bandaríkjunum. PhotoReading er öflug lestrar- og námstækni sem gagnast öllum sem þurfa að lesa mikinn texta, auðveldar yfirsýn og skilning á efninu. Það sem er svo frábært við þessa lestrar- og námstækni er að aðferðin getur bæði gagnast þeim sem hafa áður lært hraðlestur sem og þeim sem eru lesblindir. Þeir sem eru lesblindir þurfa stundum að koma tvisvar á námskeið til að ná tækninni en ég hef engan heyrt kvarta yfir því þar sem ég býð öllum þátttakendum að koma og sitja annað námskeið sér til upprifjunar án aukagjalds.
The Secret - Persónuleg kynni JBS af leiðbeinendum í The Secret
Á námskeiðum og ráðstefnum erlendis 2004, 2005 og 2006, hef ég kynnst ýmsum aðilum sem koma fram í myndbandinu The Secret, m.a. Jack Canfield, Loral Langemeier og Marie Diamond.
Einnig hef ég unnið mikið með efni Jack Canfield, James Arthur Ray, J. Harv. Ecker, Bill Harris, Loral Langemeier og Marie Diamond sem er Feng Shui meistari. Sl. tvö ár hef ég svo kynnt mér Diamond Feng Shui fræði undir handleiðslu Marie Diamond, bæði í Bandaríkjunum og í Belgíu.
Markþjálfun
Það var árið 1998 sem ég byrjaði að vinna við persónulega leiðsögn þegar ég tók þjálfun sem leiðbeinandi hjá Brian Tracy International hér á landi á árangursnámskeiðunum Phoenix - leiðin til hámarksárangurs. Í dag býð ég upp á einkaleiðsögn, mark-þjálfun, fyrir þá sem vilja sérstaka aðstoð við að vinna að markmiðum sínum. Markþjálfun / lífstíls-leiðsögn er skipulögð með þeim hætti að í upphafi er ákveðið að vinna saman í ákveðinn lágmarkstíma, í t.d. 3 mánuði. Að þeim tíma liðnum er hægt að bæta við tímum sé þess óskað. Hlutverk mitt sem þjálfa er að aðstoða skjólstæðinginn við að fá skarpari sýn á eigin markmið, finna hverjar séu sterkar hliðar viðkomandi og leiðbeina við að styrkja þær enn frekar. Nánari upplýsingar er hægt að fá með því að senda fyrirspurn á jona@namstaekni.is
Læt þessar upplýsingar duga, nú er alla vega komið á hreint hvers vegna ég tel mig geta frætt aðra um efnið á The Secret.
Já, eitt enn, ég hef fengið fyrirspurnir um námskeiðsgögnin á Blómstraðu.
Þau eru að sjálfsögðu á íslensku. Þetta eru verkefni sem er unnið með á námskeiðinu til að skerpa sýnina á markmiðin, finna betur hvað þú vilt, þú sjálf eða sjálfur, ekki hvað aðrir vilja að þú viljir!
Verið sæl að sinni, leyfið ykkur að njóta lífsins!
JBS
Athugasemdir
The Secret er einfaldlega mest mannbætandi efni sem ég hef séð. Að vísu las ég bókina á ensku og sá svo geisladiskinn. Diskurinn er það sem hafði mestu áhrifin á mig.
Ég hef prufað að beita þessum boðskap fyrir mig og mína. Hann einfaldlega virkar. Ég þurfti að læra að skilja hugtakið en það tókst og árangurinn lætur ekki á sér standa.
Ég fagna því að þú sért að sína öðrum þetta. Því eins og sagt er í Leyndarmálinu góða, "það er nóg til handa öllum".
Gott framtak.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 00:18
Getur ekki verið að þú hafir kennt mér dönsku í Kvennó fyrir löngu síðan ??? Held ég hafi verið þar í einn vetur þegar ég var 13 ára...líklega árið´76-´77?
The secret er frábært efni..hef einmitt stúderað það mjög mikið ásamt fleiru. Og vinn einmitt með fólk og framfarir.
Kær kveðja ef þú manst eftir mér...ég get allavega sagt að þú varst fínn dönskukennari einu sinni!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.7.2007 kl. 20:34
Sæl Katrín
Gaman að heyra frá þér, jú þetta passar.
1976 var fyrsta kennsluárið mitt - já og í Kvennó! Nýkomin frá Danaveldi!. Gott að heyra að þú átt þaðan jákvæðar minningar. Það var verulega gaman að kenna ykkur stelpunum, nú hlaðast inn minningar um stensla og fjölföldun uppi á háalofti í Kvennó. Mikið var eplalyktin sterk af stenslunum! Þvílíkar framfarir í tækninni síðan þá. Já, danskan hefur í sjálfu sér lítið breyst, vonandi notar þú hana eitthvað í dag - það er alltaf leiðinlegt að heyra Íslendinga tala ensku við Dani............. þú gerir það pottþétt ekki.
Já, alltaf gaman að heyra frá gömlum nemendum, hugsaðu þér hvað þetta er langt síðan!
Aldrei að vita nema við hittumst á förnum vegi, þá hnippir þú í mig því þú hefur pottþétt breyst í útliti síðan þá ..... 2007 - 1976= ....vÁ! Takk fyrir að senda mér línu, vonandi hefur þú séð THe Secret.
Jóna Björg Sætran, 22.7.2007 kl. 10:48
Ég sá the secret fyrir 2 árum og hef verið dugleg að halda the secret kvöld með vinum. Núna vinn ég með að leysa úr læðingi allar fyrirstöður fyrir að vera það besta sem í þér býr.
Gaman og gott að sjá þig hér.....Gangi þér bara vel að koma skilaboðunum á framfæri. Ef þú vilt vita meira um mína vinnu þá er e mailið mitt kbaldursdottir@gmail .com
Kærleikskveðja
Katrín
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.7.2007 kl. 02:49
Sæl Katrín
Gaman að heyra þetta með The Secret kvöldin!
Eftir rúml. mánuð, 8. og 9. sept., stendur Námstækni ehf. fyrir 2ja daga "Námskeiðsveislu" þar sem verður unnið með margvíslegar aðferðir sem hafa gagnast fólki vel til að blómstra. Þá verður gaman að setja upp dæmi um The Secret kvöld!
Ég er búin að skoða listaverkin þín á blogginu þínu, innilega til hamingju með myndirnar þínar.
Njóttu þess áfram að vera þú!
Bestu kveðjur
Jóna Björg
Jóna Björg Sætran, 28.7.2007 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.