Peningagræðgi - eða hvað?

Um daginn hitti ég ágæta konu sem brá heldur betur í brún þegar ég talaði um meiri auðlegð, nýja íbúð, nýjan bíl og peninga sem dæmi um markmið. Hún varð eiginlega hneyksluð. Átti markmiðasetningin virkilega að ganga út á veraldleg markmið? Þvílíkur hégómi! Slíkt ætti ekki að skipta máli.

Í mínum augum er auðlegð hvað það er sem þú vilt fá inn í líf þitt.
Auðlegð getur verið góð heilsa, matur á borðið handa öllum fjölskyldumeðlimum alla daga ársins, peningar til að senda barnið sitt í tónlistartíma, nýr bíll - beint úr kassanum, ástvinur ........ Auðlegð er það sem þú þarfnast hverju sinni.

Hvers vegna ætti ég ekki að vilja eignast nýjan bíl?
Hvað væri rangt við það ef ég gæti borgað hann sjálf og þyrfti ekki að fá neinn annan til að greiða hann fyrir mig?
Hvernig hagnast aðrir á því ef ég kaupi mér, segjum nýjan bíl?
Bílasalinn fær líklega söluþóknun og getur líklega nýtt þá peninga fyrir sig og fjölskyldu sína. Framleiðandinn sér fram á að selja fleiri bíla. Ef enginn keypti nýja bíla myndi störfum fækka í verksmiðjunni. Það er því einhverjir erlendis sem starfa í bílaverksmiðjunni sem framleiddu bílinn sem ég gæti hugsað mér að kaupa. Þeir fá kaup sem þeir geta vonandi nýtt fyrir gos og sína....... o.sv.frv.

Jú, hún sættist á það fyrir rest að þetta væri í lagi.
Það hagnast margir á því að ég kaupi mér bíl.

Kanski ég hitti hana á bílasölunni eftir helgi..... í deildinni sem selur GLÆNÝJA SPORTBÍLA!
Hvaða lit ætli hún velji?

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband