Hættum að EYÐA tíma með börnunum okkar!

Mikið finnst mér alltaf jafn undarlegt þegar ég rekst á fyrirsagnir í fjölmiðlum landsins þar sem talað er um að EYÐA tíma með hinum og þessum, t.d. börnum okkar eða ástvinum.

Jú, vissulega líður tíminn - og kemur ekki aftur, en er ekki samt rökréttara að hugsa það þannig að við séum að nota tímann með þessum einstaklingum frekar en að eyða honum.

Er ég kanski ein um þessa skoðun? Að það að eyða einhverju sé frekar neikvæð merking - eins og t.d. þegar talað er um að eyða tímanum, þá erum við ekki að nýta hann neitt sérlega vel. Ef við hins vegar tölum um að nota tímann - eða njóta ákveðins tíma / tímabils - þá séum við frekar að verja tímanum til jákvæðra athafna.

"Eyddu meiri tíma með barninu þínu"!  væri ekki huggulegra að segja "Njóttu þess að vera meira með barninu þínu"!

"Eyddu helginni með elskunni þinni í rómantíkinni hjá okkur"! (augl. frá hóteli) - mætti ekki frekar segja t.d. "Njóttu helgarinnar með elskunni ............................"! ´

Já, tíminn er líklega eitt það dýrmætasta sem við höfum fyrir utan góða heilsu, nýtum hann því vel og njótum þess að vera með börnunum okkar, ástvinum - eða öðru skemmtilegu fólki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vigdís Stefánsdóttir

Já, ég er þér alveg sammála. Maður á ekki að eyða tíma með fólki heldur njóta návistar við fólk!

 vs

Vigdís Stefánsdóttir, 23.7.2007 kl. 20:23

2 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

Mér finnst þetta flott pæling hjá þér. "Eyða" er ekki gefandi eða nærandi orð heldur þvert á móti. Njóta er rétta orðið, auðvitað njótum við þess að vera með börnunum okkar.

Sigríður Jónsdóttir, 26.7.2007 kl. 00:30

3 identicon

að "verja" tímanum er andstæðan við að "eyða" tímanum, þessvegna er gott að nota það.

Ásgeir Thor Johnson (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband