30.7.2007 | 09:04
"Ég er frábær! Mér líður vel! Ég get það sem ég vil!"
...".......... Bíddu við, er allt í lagi með þig? - Hvað er eiginlega í gangi?" Stúrinn unglingurinn leit varlega inn um eldhúsdyrnar þar sem ég sat með morgunkaffið og kleinuna og fór yfir markmiðaspjöldin mín. Aldrei var friður. maður þurfti víst að fara enn fyrr á fætur til að fá að gera þetta í friði.
Árásin hélt áfram um leið og hann kom auga á staflann af gulu spjöldunum mínum á eldhúsborðinu, staflann sem hafði orðið til seint í gærkvöldi á meðan hann hékk yfir einhverju í kassanum, staflann sem hafði hækkað enn meira eldsnemma í morgun þegar ég gat ekki sofið lengur. Hann tók eitt og eitt spjald, las það rámri syfjulegri röddu sem bar þess merki að munnhreinsun morgunsins var ekki lokið. "Ég kynnist skemmtilegu fólki í vinnunni. - Ég hef fjárhagslegt frelsi. ... Ég er stundvís. - Ég ber virðingu fyrir sjálfri mér. - Ég hrósa sjálfri mér. - Ég ............." hann þagnaði, horfði á spjaldið sem hann hafði dregið úr bunkanum ................. þagði, nuddaði einhverjar morgunstírur úr öðru auganu og teygði sig í kleinu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.