8.8.2007 | 01:28
Líttu í kringum þig!
Hvað sérðu þegar þú horfir í kringum þig heima hjá þér? ´
Þú ert með markmiðin þínu alveg á tæru, er það ekki?
Er samræmi á milli þess sem þú hefur sett þér sem markmið og þess sem þú ert með í kringum þig allan daginn - heima / í vinnunni / og svo aftur heima þegar vinnudegi lýkur?
Farðu aðeins yfir markmiðin þín - og fáðu þér síðan smá göngutúr um híbýlin þín og horfðu gagnrýnum augum á umhverfi þitt.
Hvernig er með veggskreytingarnar?
Er samræmi á milli markmiðanna og veggskreytinganna - eða eru veggskreytingarnar í hróplegu ósamræmi við það sem þú vilt að sé raunveruleiki þinn?
Hvernig getur þú komið betra samræmi á - án mikils tilkostnaðar?
Spáðu aðeins í þetta.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.