"Á ég virkilega að taka niður myndina af honum Sigga mínum?"

“Ertu að meina það? Á ég virkilega að taka niður myndina af honum Sigga?” Stúlkan leit á mig hálf hrygg.

“Ja, mér finnst það” sagði ég. “Líttu í kringum þig hérna í stofunni og kíktu svo inn í svefnherbergið á eftir. Teldu hvað þú ert með margar myndir af gamla góða kærastanum sem dó fyrir ...... ja, teldu í huganum fyrir hvað mörgu árum síðan!”

“Þú ert enn með myndir af honum úti um allt, kveikir á kertum við myndirnar og ............. Hvaða áhrif heldur þú að þetta hafi á þig? Hvaða skilaboð ertu að senda út í alheiminn?

“Heldur þú að Siggi hefði viljað að þú yrðir alltaf ein?”

“Siggi var fínn strákur – en eru ekki að verða 9 ár frá því að hann dó, og þú ert enn að syrgja hann – á sama tíma og þú vilt fara að kynnast einhverjum æðislegum gæja til að njóta þess að vera til”.

“Taktu nú myndirnar niður, þú getur skilið eina eftir, kveiktu bara af og til á kerti hjá myndinni hans ....... og veldu þér glaðlegar og rómantískar myndir á veggina.........við getum spáð í það saman ef þú vilt. Þegar þú ert búin að því – þá skulum við skella okkur í bæinn og tékka á Bóndarósunum ........ !”Ha, bóndarósum, til hvers?”

“Engan asa stúlka, eitt í einu, fyrst myndirnar niður, slökkva á kertunum, taka smá til og pússa OG SVO athugum við þetta með Bóndarósirnar!”


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband