10.8.2007 | 00:13
"Hvað eru margir Siggar eftir?"
Hæ hæ, hvernig gengur? Er Siggi kominn á sinn stað? eða ætti ég frekar að spyrja hve margir Siggar eru eftir? ... ég var alveg að verða of sein á námskeið en var ákveðin í að ýta aðeins á eftir dömunni með þetta.
... sko - ég var byrjuð en þá kom Lísa vinkona í heimsókn með krakkana ........ það var sko hún sem kynnti mig fyrir Sigga, þau voru leikfélagar og hún hélt alltaf rosamikið upp á hann, ....... hún bara spurði hvort ég væri orðin eitthvað rugluð! Siggi kominn niður í skúffu!
Þetta var nú ekki nógu gott. Ætlaði nú gömul æskuvinkona gamla, látna kærastans að fara að hafa ómeðvitað áhrif á það hvort glæsileg ung kona (að vísu með dálítið brotna sjálfsímynd) fengi að njóta þess að vera elskuð á ný af nýjum draumaprinsi! Nú var að setja handbremsuna í botn.
Heyrðu vinan, hvort ætlar þú að fara að opna augun fyrir umhverfinu og sjá blómin í blómagarðinum eða að sitja heima og fletta í alfræðiorðabók yfir hugsanlegar merkingar á orðinu einlífi, skírlífi, klausturlíf, ......... Hristu þessa stelpu af þér, hún er ekki vinkona í raun ef hún er að leggja þessa pressu á þig, hún er sjálf ekki komin yfir þessa erfiðleika sem þið lentuð jú öll í en ÞÚ er ákveðin í halda áfram eða................ heyrðu, ég þarf að beygja ....... rosaleg umferð er þetta, - haltu nú áfram og sendu mér línu um hvernig gengur, þú ert með netfangið............. bæ!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.