"Hvað ertu eiginlega að gera með bókina? Ertu smá skrýtin?"

Loksins. Margra tíma bið á flugstöðinni var lokið og ég loksins sest í langþráð sætið mitt. Var svo heppin að geta fengið sæti við ganginn. Bókin beið. Nú var um að gera að skella sér í allan undirbúninginn áður en að flugfreyjurnar bæru fram hressinguna sem myndi pottþétt bragðast vel eftir þessa löngu bið. Greip bókina, ákvað tilganginn, fletti henni fram og tilbaka, skoðaði textauppbyggingu og síðan var það slökunin. Það var ekki erfitt að slaka á þarna í háloftunum þrátt fyrir suð í hreyflum og skvaldur í röðinni fyrir aftan mig. Þurfti eiginlega að passa að sofna ekki. Festi athyglispunktinn og fór svo að fletta. Sneri bókinni að sjálfsögðu við og fletti henni tilbaka á hvolfi, ekkert á móti því. Brosti meira að segja smávegis á meðan, tók bara allan pakkann. Skrapp út að borða með höfundinum á meðan ég myndlas ...... við vorum stödd á Hawaii, mundi sem betur fer eftir að vista í lokin. Skellti mér svo í að skoða textann betur................ en eftir smástund varð mér litið á strákinn hinu megin við ganginn með hnausþykka kennslubók á borðinu fyrir framan sig ......... hann var að horfa á mig, hann varð eitthvað hálfs skrýtinn í framan og sagði lágt "hvað varstu eiginlega að gera?" Ég gat ekki annað en brosað, grey strákurinn hefur haldið að ég væri stórskrýtin. Það var ekki hægt annað en að vorkenna honum, maður sá svo greinilega á bókinni hans að hann var bara búinn með örfáar blaðsíður þó ég væri búin að myndlesa alla bókina! Nú kom flugfreyjan með rúnnstykkin og djúsinn, frábært!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er nú ekki alveg klár á því hvað þýðir að myndlesa, en ef það virkar þá væri ég til í að læra það..

Ragnhildur Birna Hauksdóttir (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband