12.8.2007 | 00:57
PhotoReading - myndlestur, já það er bara að virka!
Strákgreyið með þykku bókina, já og auðséð að hann átti mikið verk fyrir höndum. Hann var líklega ekki sá eini sem sat með skrudduna sína og fletti fyrstu síðunum hægt ............ mjög hægt ....... fáeinum síðum .......... hvenær skyldi kaflinn verða búinn? Ætti ég að prófa að segja honum að það sé nú hægt að gera þetta á fljótlegri hátt, hann þurfi ekki endilega að velja lengstu og erfiðustu leiðina að prófskírteininu.
Nei, auðvitað gat ég ekki farið að skipta mér af þarna í háloftunum, nóg er nú samt.
Það ætti auðvitað að kenna þetta öllum sem eru komnir á hans aldur, lestrarhestum og hinum líka sem varla komast yfir bók á árinu, hvað þá þeim sem eru komnir í framhaldsnám. Ég hef nú stundum, nei annars - margoft er nú réttara, hugsað til þess hve námið hefði verið léttara, ég tala nú ekki um meistaraprófsnámið ......... já og svo kennslan hér áður fyrr og kennsluundirbúningurinn.
Þarna kom flugfreyjan með moggann, alltaf gaman að glugga í hann þegar maður hefur ekki verið lengi heima. Skrýtið hvað allt mögulegt verður áhugavert þegar maður les íslensku blöðin í háloftunum. Fínt að glugga í þau á meðan bókin væri að meltast hjá mér. Kíki í hana á eftir, hvort sem er búin að sjá myndina sem þeir bjóða uppá. Frábært að geta nýtt tímann því í mörg horn að líta þegar ég kem heim.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.