Mikið er gaman að vinna að einhverju gefandi og skemmtilegu þegar maður fær svona góðar undirtektir. Pússlin koma fram í dagsljósið hvert á fætur öðru. Eitt utan af landi, annað frá útlöndum, ...... nokkur úr bænum, þetta er bara allt að raðast saman.
Er ákveðin í að ná líka þessum pússlum sem eftir eru, búin að senda nokkra pósta út - og hver veit nema ég fái spennandi svör á morgun.
Finnst þér ekki líka ánægjulegt að frétta þegar einhver sem þú þekkir er að "gera það gott"?
Hvers vegna í ósköpunum þurfa sumir að vera að agnúast út í það ef öðrum gengur vel? Ef fólk er að vinna að sínu án þess að það skaði aðra, má hann - já eða hún, þá ekki eiga sinn fjallajeppa eða skemmtisnekkju fyrir sig og sína? Og skreppa til útlanda af og til. Það er bara hið besta mál.
En, fjárhagslega velmegunin er til lítils ef okkur skortir hugarróna, ef samskiptin við fólkið okkar eru í rúst, ef við erum andlega aðþrengd og hvað þá ef við sitjum farlama og sjúk á líkama og eða sál.
Það er einmitt þess vegna sem ég er að leita að pússlum sem tengjast öllum þessum þáttum, leiðum sem hægt er að miðla til að öðlast meiri velgengni, vellíðan og auðlegð á öllum þessum sviðum. Það er frábært pússl!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.