1.9.2007 | 01:16
Draumurinn um meiri þekkingu og menntun, betri laun!
Rættist ekki draumurinn?
Hvað langaði þig til verða þegar þú yrðir stór? Áttir þú þér draum sem þú lést ekki rætast? Þurftir þú að fara að vinna til að hafa í þig og á, horfðir þú á eftir hinum sem gátu leyft sér að fara í nám? Eignaðist þú allt í einu litla fjölskyldu, yndislega litla fjölskyldu, og barst því ábyrgð á lítilli mannveru sem þú hafðir ekki tök á að borga trygga og ástríka gæslu fyrir á meðan þú skryppir í öldungdeildina í tíma eitt og eitt kvöld? Eða og nú kemur samviskuspurningin ...... langaði þig en treystir þú þér ekki af því að ..... þú myndir örugglega ekki geta staðið þig? Varstu aldrei með góðar einkunnir í grunnskóla, var þetta vonlaust. Ákvaðst þú fyrirfram að þetta væri vonlaust?
Leyfðu draumnum að rætast!
Síðustu daga hefur þú vafalítið séð alls konar auglýsingar um margs konar námsmöguleika. Hvernig væri að láta nú drauminn góða rætast. Þú átt það skilið! Þetta er þitt líf, eitt líf, njóttu þess til fulls, NÚNA! Þú getur það alveg, þú getur það sem þú vilt! Þú getur jafnvel lesið margar bækur á einni önn og gert grein fyrir meginatriðum þeirra á prófi. Ef þú treystir þér ekki til þess í dag þá get ég fullvissað þig um að þú getur lært slíkt á skömmum tíma (www.photoreading.is).
Hvað langaði þig til verða þegar þú yrðir stór? Áttir þú þér draum sem þú lést ekki rætast? Þurftir þú að fara að vinna til að hafa í þig og á, horfðir þú á eftir hinum sem gátu leyft sér að fara í nám? Eignaðist þú allt í einu litla fjölskyldu, yndislega litla fjölskyldu, og barst því ábyrgð á lítilli mannveru sem þú hafðir ekki tök á að borga trygga og ástríka gæslu fyrir á meðan þú skryppir í öldungdeildina í tíma eitt og eitt kvöld? Eða og nú kemur samviskuspurningin ...... langaði þig en treystir þú þér ekki af því að ..... þú myndir örugglega ekki geta staðið þig? Varstu aldrei með góðar einkunnir í grunnskóla, var þetta vonlaust. Ákvaðst þú fyrirfram að þetta væri vonlaust?
Leyfðu draumnum að rætast!
Síðustu daga hefur þú vafalítið séð alls konar auglýsingar um margs konar námsmöguleika. Hvernig væri að láta nú drauminn góða rætast. Þú átt það skilið! Þetta er þitt líf, eitt líf, njóttu þess til fulls, NÚNA! Þú getur það alveg, þú getur það sem þú vilt! Þú getur jafnvel lesið margar bækur á einni önn og gert grein fyrir meginatriðum þeirra á prófi. Ef þú treystir þér ekki til þess í dag þá get ég fullvissað þig um að þú getur lært slíkt á skömmum tíma (www.photoreading.is).
Athugasemdir
Umhugsunarefni svo ekki sé meira sagt mín kæra....
Heiða Þórðar, 6.9.2007 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.