14.2.2015 | 10:11
Útigangsmenn? Samhjálp eða Reykjavíkurborg?
Nú berast þær fréttir að ákveðið hafi verið að velferðarsvið borgarinnar taki yfir rekstur Gistiskýlisins við Lindargötu. Samkvæmt frétt í fjölmiðlum hafi sú ákvörðun verið tekin á grundvelli nokkurra þúsunda króna sem borgin hafi geta sparað með því að taka tilboði í reksturinn frá öðrum aðila en Samhjálp. Það hlýtur að vera einhver önnur skýring.
Allir sem eitthvað hafa fylgst með umfjöllun síðari ára tengdri utangarðsfólki, fólki sem hvergi á höfði sínu að halla á dimmum og köldum vetrarkvöldum, gistiskýlaumfjöllun, Samhjálp, hjálparsamtökum, sjálfboðavinnu. Vinnu sem ætti í raun ekki að vera sjálfboðavinna heldur kostuð af ríki og borg.
Hverjir eiga að taka við starfseminni? Er það fólk betur til þess fallið en starfsfólk Samhjálpar?
Að mínu mati eru skýringarnar sem fylgja fréttinni mjög svo ófullnægjandi. "S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs og fulltrúi Bjartrar framtíðar í velferðarráði, segir hagkvæmara að borgin sjái um reksturinn þar sem örlítið dýrara sé fyrir hana að fela öðrum hann." -
Hvað ætli mikill hluti af vinnunni við gistiskýlið hafi verið unnin í sjálfboðavinnu síðustu árin af hálfu Samhjálpar? Hvað ætli margir "heilbrigðir" einstaklingar úti í bæ - já og félagasamtök, hafi gaukað ýmsu að Samhjálp - einhverju sem þeir hafa svo geta nýtt ma fyrir skjólstæðinga sína í gistiskýlinu. Skyldi verða breyting á núna?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.