Færsluflokkur: Bloggar

Markmiðamyndin!

Jæja gott fólk!

Var búin að lofa að drífa bloggið í gang fyrir löngu - - - - en svona er það þegar óvæntir hlutir gerast!

Nú er að taka til við þar sem eitt sinn frá var horfið, að ítreka mikilvægi markmiðamyndanna!
Hvenær gerðir þú þér markmiðamynd síðast?
Þú hefur kannski aldrei gert þess háttar?

Markmiðamynd er þannig gerð að þú klippir texta og myndir út úr tímaritum og festir á blað!

"Leikskólaföndur?"  Aldeilis ekki. Þetta er ein öflugasta tækni sem þú getur nýtt þér við að ná markmiðum þínum.

Á sl. ári hef ég tjáð mig um þetta í nokkrum blaðaviðtölum og sagt frá þessu í greinum og á námskeiðum mínum. Stundum, á lengri námskeiðum, hefur meira að segja unnist tími til að láta þátttakendur vinna svona myndir á sjálfu námskeiðinu. Já, fullorðið fólk - og strákar, karlmennirnir gera þetta líka!

Hérna á blogginu mínu, í eldra bloggi ættir þú að geta fundið nánari lýsingu á tilgangi, framkvæmd og notkun. Það er nefnilega ekki nóg að klippa og líma út í loftið, þú verður að vita hvers vegna - og hvernig.  Það er líka nauðsynlegt að vinna svo með myndina á ákveðin hátt.

Þegar við fléttum svo Feng Shui frá Marie Diamong inn í þetta líka þá skiptir líka máli á hvaða vegg þú hengir myndina þína!

Þú sem veist hvað ég á við, ég hvet þig til að skoða "gömlu" markmiðamyndina þína og spá í hvort þú ættir nú ekki að gera nýja.

Fyrir þig sem ert forvitin/-n ...... þá er að gá hvort þú finnir eldra bloggið mitt um þetta mál.

Góða skemmtun ................. er annars að fínpússa handritið mitt að Blómstraðu! Njóttu þess að vera þú! sem kemur út fyrir jólin!

Vildi annars geta verið fluga á vegg á Akureyri núna í kvöld .... þar sem þátttakendur af Feng Shui námskeiðinu mínu þar um daginn ætluðu að hittast og bera saman bækur sínar,

Bestu kveðjur til allra sem langar að lesa bloggið mitt, vonandi getur það gagnast ykkur til stærri sigra

Jóna Björg

 

 


Er mætt til leiks á ný!

Loksins!
Eftir langt hlé frá blogginu er ég nú mætt aftur við tölvuna og hyggst taka upp þráðinn sem frá var horfið. Í þessari löngu fjarveru frá blogginu hefur verið mikið um að vera í tengslum við námskeið og fyrirlestra, ánægjulegt að finna ánægju þeirra sem það hafa sótt.

Ég mun áfram blogga um efni tengt árangurstækni og mætti einstaklingsins til sífellt stærri persónulegri sigra - en ég held ég geti ekki komist hjá því að blogga líka lítillega um Feng S hui fræðin enda eru þau mér ofarlega í huga.

Njótið loka sumarsins - tökum vel á móti nýjum vetri,
Takk fyrir ánægjulegt sumar og haust!

Jóna Björg Sætran

 

 


Draumurinn um meiri þekkingu og menntun, betri laun!

Rættist ekki draumurinn?
Hvað langaði þig til verða þegar þú yrðir stór? Áttir þú þér draum sem þú lést ekki rætast? Þurftir þú að fara að vinna til að hafa í þig og á, horfðir þú á eftir hinum sem gátu leyft sér að fara í nám? Eignaðist þú allt í einu litla fjölskyldu, yndislega litla fjölskyldu, og barst því ábyrgð á lítilli mannveru sem þú hafðir ekki tök á að borga trygga og ástríka gæslu fyrir á meðan þú skryppir í öldungdeildina í tíma eitt og eitt kvöld? Eða – og nú kemur samviskuspurningin ...... langaði þig – en treystir þú þér ekki af því að ..... þú myndir örugglega ekki geta staðið þig? Varstu aldrei með góðar einkunnir í grunnskóla, var þetta vonlaust. Ákvaðst þú fyrirfram að þetta væri vonlaust?

Leyfðu draumnum að rætast!
Síðustu daga hefur þú vafalítið séð alls konar auglýsingar um margs konar námsmöguleika. Hvernig væri að láta nú drauminn góða rætast. Þú átt það skilið! Þetta er þitt líf, eitt líf, njóttu þess til fulls, NÚNA! Þú getur það alveg, þú getur það sem þú vilt! Þú getur jafnvel lesið margar bækur á einni önn – og gert grein fyrir meginatriðum þeirra á prófi. Ef þú treystir þér ekki til þess í dag þá get ég fullvissað þig um að þú getur lært slíkt á skömmum tíma (www.photoreading.is).

"Markmiðamynd! - hvers vegna?"

"Hvers vegna ætti ég að vera að búa til svona markmiðamynd?" spurði Solla. "Til hvers? Ég veit alveg hvað ég vil. Ég ætla að ljúka ná prófunum um jólin, fá fína vinnu í janúar, fara til Spánar næsta sumar og læra betur spænsku, koma heim og fara í framhaldssnám! Ég er með þetta allt planað. "

Ég reyndi að útskýra fyrir henni að með því að gera markmiðamynd - og nota svo markmiðamyndina á ákveðinn hátt, þá myndi þetta allt verða miklu auðveldara. Hvar ætlaði hún að fá vinnu? Væri henni sama við hvað? Hvers konar fólk langaði hana til að hitta og kynnast? Hvaða ævintýrum langaði hana að lenda í? Hvernig ætlaði  hún að vera til heilsunnar, ætlaði hún að ná sér almennilega eftir meiðslin sem hún lenti í þegar hún álpaðist til að fara á hausnum niður Esjuhlíðar í sumar - eða vera með  hálskragann við útskrift í desember?"

"Sjáðu til Solla mín, það byrjar allt með hugsuninni, þetta er flott planað hjá þér, glæsilegt að vera svona viss um hvað þú vilt. Hinsvegar hugsar þú allt í myndum. Með því að hafa myndir hjá þér af því sem að þú vilt að verði raunveruleikinn þinn þá verður miklu auðveldara að ná markmiðunum. "

"Já, en allt þetta klipperí og límstiftavesen - - - maður nær varla einni mynd áður en límið þornar?"

"Engar afsakanir skvísulísan þín, sagði ég þér ekki af nýja kerfinu, ég ætla að prófa það sjálf á morgun og svo get ég sagt þér hvernig það virkar" ...... ég ætlaði ekki að láta hana komast upp með að gera ekki markmiðamynd vegna lélegra afsakana, ég var búin að sjá það góðan árangur hjá öðrum. Ef einhver þurfti á þessu að halda núna þá var það hún. Draumarnir hennar urðu að rætast í þetta sinn, hún átti það svo sannarlega skilið. Hún getur þetta alveg stelpan, þarf bara smá meira sjálfstraust. ................. Hlakka til að sjá hvað kemur út úr þessu hjá henni.

 


Markmiðamyndin fær glænýtt líf á skjánum!

Hefur þú búið þér til markmiðamynd nýlega?

Ha, markmiðamynd? Fyrirgefðu, þegar eitthvað er orðið svona sjálfsagður hlutur, ákveðinn vani, eitthvað sem alltaf er gert af og til, þá er mér pínulítið hætt við að gleyma að það eru kannski ekki alveg allir að lesa hugsanir mínar.

Markmiðamynd er mynd sem þú býrð til út frá markmiðunum þínum. Klippir t.d. út myndir og texta, textabrot eða jafnvel bara stafi, og raðar saman út frá því sem þig langar til að sé raunveruleiki þinn.

Við höfum oft gert þetta á námskeiðunum, núna seinna í haust verðum við líklega að vera bara með sér kvöldstund með þetta því að undanförnu höfum við hreinlega ekki náð því á námskeiðunum.

En, sem sagt, í morgun fékk ég þrælspennandi netpóst þar sem ég fékk að vita að nú væri komið kerfi / prógram / forrit sem gæti "klippt út markmiðamyndirnar fyrir þig" - raðað saman alls konar myndum sem hægt er að velja - og sett þær saman í syrpu á einfaldan og fljótlegan hátt.

Miðað við allt klipperíið - alla litlu pappírssneplana sem fljúga út um allt, þá er þetta náttúrulega bara hrein snilld. Mér skilst að þetta sé algjört æði. Ég er búin að leggja drög að því að vera líka með þetta í veislunni góðu. Mér skilst að það séu þvílíkir möguleikar í þessu. Hlakka mikið til að fá prufueintakið og..................... ég er bara svifin inn í framtíðina! Set þetta á heimasíðuna líka þegar allt verður orðið klárt.  

 


"Hvert skrapp sólin?"

Hvað varð eiginlega um sólina? Dag eftir dag höfum við vaknað við þvílíkt sólarbað að það hefur verið hreinn unaður. Svo allt í einu er bara skýjað loft! Hvað er í gangi? Sólin hlýtur bara að hafa brugðið sér frá rétt sem snöggvast!

Hvaða áhrif skyldi þetta nú hafa haft á fólk sem var að fara til vinnu í morgun, í engri sól?

Hvaða áhrif hafði þetta á þig?

Ef einhver var eitthvað smá hvumpinn við þig við kaffivélina á skrifstofunni í morgun, taktu það þá ekki stinnt upp, kannski voru það bara veðrabrigðin sem eiga orsökina, alls ekki þú.

Ef einhver þarf að kvarta sérstaklega mikið við þig í dag, taktu því þá með jafnaðargeði og þinni stóísku ró (ef hún er þér ekki eðlislæg þá er þetta ágætis áskorun til að þjálfa hana smá og styrkja) - notaðu virka hlustun (já virka - ekki óvirka) brostu bara og segðu svo í lokin,  "Jæja, það er bara svona, - og hvað ætlar þú svo að gera í málinu?"

Gangi þér vel, ég held að það sé smá skýarof þarna hátt uppi, sólin fer ábyggilega að senda okkur geisla sína á ný von bráðar!


Kaffihúsahuggulegheit og margt fleira!

Í gærkvöldi átti ég skemmtilega kvöldstund á huggulegu kaffihúsi þar sem mál "pússluspilsins" voru rædd. Mikið er gaman og gefandi að hitta fólk með sameiginleg áhugamál enda fórum við á flug og sátum og rökræddum þar til daman í afgreiðslunni var farin að blása á kertaljósin og slökkti á græjunum. Sú sem ég hitti þarna ætlar að vera með í Námskeiðsveislunni - ætlar meira að segja að vera með báða dagana, ekki amalegt. Eins gott að vera með brosvöðvana í góðu formi strax á laugardeginum. Nú annars verða þeir nú hvort sem er pottþétt orðnir vel þjálfaðir á sunnudeginum.

Ekki varð það verra þegar ég opnaði tölvupóstinn og fékk góðar fréttir um DVD efnið sem ég ætla að kynna. Nú er bara að halda áfram leitinni að týnda manninum, ég gekk svo langt í dag að tala inn á símsvara hjá einstakling í fjölskyldunni hjá honum .... vona að viðkomandi hjálpi mér að ná sambandi.

Nú er að drífa í heimasíðunni, það er ekki hægt að halda þessu leyndu öllu lengur, klukkan tifar...... og alltaf birtist nýr dagur áður en manni finnst að einn sé að verða hálfnaður ................... eins gott að hafa lært ýmislegt gott af Brian og fleirum varðandi nýtingu tímans.

Best að koma sér að verki ... hvað skyldi ég annars heyra í mörgum í dag sem hafa komist á snoðir um eitthvað út frá þessari síðu, það voru all nokkrir í gær. Spennandi dagur framundan, "fimmtudagur til frægðar! - ..... segjum það og brosum allan hringinn!

 


"Námskeiðsveislan" færist enn nær á dökkbleiku skýi!

Þetta verður æ meira spennandi. Fékk ótrúlega góð viðbrögð frá aðilum sem ég hafði samband við. Hamingjuóskir með hugmyndina, hvatningu og ábendingar.

Það var verulega áægjulegt að finna að íslenskt athafnafólk bæði hér heima og erlendis gaf sér tíma - meira að segja um hánótt - til að svara tölvupósti, og ekki með einstaka orði heldur gaf sér tíma til að "ræða málin" - og það í fleiri en einu bréfi. Mér varð nú hugsað til þess að það væri ekki undarlegt að þessir ágætu aðilar hefðu náð langt á sinni braut, fyrst að þau væru svona viljug til að liðsinna aðila sem þau hefðu aldrei hitt, þá má búast við því að þau geri enn meira fyrir þá sem þau þekkja. Aðrir vilja þá líka liðsinna þeim.

Hugmyndin að "Námskeiðsveislunni" er sem sagt að verða  skýrari og skemmtilegri á degi hverjum. Nú er að drífa í að undirbúa heimasíðuna svo hægt sé að kynna alþjóð hvað verði á boði.

Áðan var ég að hlusta á símafund með John Assaraf, þessum af The Secret sem var með Markmiðamyndina af húsinu sem hann var fluttur í. Alltaf spennandi að fylgjast með svona símafundum þar sem verið er að fjalla um mál sem mér þykja skipta máli. Assaraf var að auglýsa þrælspennandi markþjálfun, aldrei að vita nema ég skelli mér í djúpu laugina. Maður getur alltaf lært meira, líka í gegnum síma. Frábær þróun að geta nýtt sér kennslu hinu megin á hnettinum þó setið sé um kyrrt heima á Fróni.

Ha, af hverju á bleiku skýi en ekki ljósbláu? Nú - af því að mér þykir svo vænt um hvað allir taka vel í þetta. Nú er að halda áfram að nýta sér markmiðasetninguna og meðvitaðar hugsanir til að laða að fleiri aðila til að setja lokapunktinn á dagskrána, ................... "þetta er frábær, skemmtileg og gefandi Námskeiðsveisla þar sem ........................."


Hugarróin, vellíðan í líkama og á sál, fjárhagsleg velmegun, frábær sambönd!

Mikið er gaman að vinna að einhverju gefandi og skemmtilegu þegar maður fær svona góðar undirtektir. Pússlin koma fram í dagsljósið hvert á fætur öðru. Eitt utan af landi, annað frá útlöndum, ...... nokkur úr bænum, þetta er bara allt að raðast saman.

Er ákveðin í að ná líka þessum pússlum sem eftir eru, búin að senda nokkra pósta út - og hver veit nema ég fái spennandi svör á morgun.

Finnst þér ekki líka ánægjulegt að frétta þegar einhver sem þú þekkir er að "gera það gott"?
Hvers vegna í ósköpunum þurfa sumir að vera að agnúast út í það ef öðrum gengur vel? Ef fólk er að vinna að sínu án þess að það skaði aðra, má hann - já eða hún, þá ekki eiga sinn fjallajeppa eða skemmtisnekkju fyrir sig og sína? Og skreppa til útlanda af og til. Það er bara hið besta mál.

En, fjárhagslega velmegunin er til lítils ef okkur skortir hugarróna, ef samskiptin við fólkið okkar eru í rúst,  ef við erum andlega aðþrengd og hvað þá ef við sitjum farlama og sjúk á líkama og eða sál.

Það er einmitt þess vegna sem ég er að leita að pússlum sem tengjast öllum þessum þáttum, leiðum sem hægt er að miðla til að öðlast meiri velgengni, vellíðan og auðlegð á öllum þessum sviðum.  Það er frábært pússl!

 


Að pússla saman Námskeiðsveislu!

Mikið getur verið skemmtilegt að pússla!

Í dag er ég að pússla saman Námskeiðsveislunni sem verður eftir fáeinar vikur.
Þegar ég fór af stað með þessa hugmynd vissi ég aðeins að ég vildi að þátttakendur gætu sótt þangað stutt - hnitmiðuð og skemmtileg námskeið og hlustað á áheyrilega fyrirlestra um aðferðir til aukinnar vellíðunar, velgengni og auðlegðar ................. en ég vissi ekki hverja ég myndi fá til að koma og taka þátt í að koma þarna fram.

Nú streyma til mín hugmyndirnar, frábært fólk vill koma - mikið verður þetta spennandi.

Það er hins vegar ekki auðvelt að ná í þessa aðila sem eru með óskráð númer ............... erfitt að ná í þá til að fá þá til að koma. Ég er samt viss um að það tekst. Það hlýtur einhver að geta gefið mér upp netföng og gemsa hjá þessum aðilum. Verst að ég get ekki bloggað um hverjir þetta eru, það myndi eyðileggja spennuna ............. þetta er frábært!

Ég held bara áfram að spyrja - og leita!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband