"Námskeiðsveislan" færist enn nær á dökkbleiku skýi!

Þetta verður æ meira spennandi. Fékk ótrúlega góð viðbrögð frá aðilum sem ég hafði samband við. Hamingjuóskir með hugmyndina, hvatningu og ábendingar.

Það var verulega áægjulegt að finna að íslenskt athafnafólk bæði hér heima og erlendis gaf sér tíma - meira að segja um hánótt - til að svara tölvupósti, og ekki með einstaka orði heldur gaf sér tíma til að "ræða málin" - og það í fleiri en einu bréfi. Mér varð nú hugsað til þess að það væri ekki undarlegt að þessir ágætu aðilar hefðu náð langt á sinni braut, fyrst að þau væru svona viljug til að liðsinna aðila sem þau hefðu aldrei hitt, þá má búast við því að þau geri enn meira fyrir þá sem þau þekkja. Aðrir vilja þá líka liðsinna þeim.

Hugmyndin að "Námskeiðsveislunni" er sem sagt að verða  skýrari og skemmtilegri á degi hverjum. Nú er að drífa í að undirbúa heimasíðuna svo hægt sé að kynna alþjóð hvað verði á boði.

Áðan var ég að hlusta á símafund með John Assaraf, þessum af The Secret sem var með Markmiðamyndina af húsinu sem hann var fluttur í. Alltaf spennandi að fylgjast með svona símafundum þar sem verið er að fjalla um mál sem mér þykja skipta máli. Assaraf var að auglýsa þrælspennandi markþjálfun, aldrei að vita nema ég skelli mér í djúpu laugina. Maður getur alltaf lært meira, líka í gegnum síma. Frábær þróun að geta nýtt sér kennslu hinu megin á hnettinum þó setið sé um kyrrt heima á Fróni.

Ha, af hverju á bleiku skýi en ekki ljósbláu? Nú - af því að mér þykir svo vænt um hvað allir taka vel í þetta. Nú er að halda áfram að nýta sér markmiðasetninguna og meðvitaðar hugsanir til að laða að fleiri aðila til að setja lokapunktinn á dagskrána, ................... "þetta er frábær, skemmtileg og gefandi Námskeiðsveisla þar sem ........................."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þetta er mjög spennandi og gaman að fylgjast með. Kannski af því að ég er einmitt að pússla líka saman hlutum sem munu koma íljós í september. Var einmitt á símafundi hjá Bod Doyle einum af þeim sem eru í the secret....þar var verið að vinna með innri dýpti blokkeringar sem fólk getur haft fyrir að ná árangri. Er einmitt búin að læra þá tækni sem þar er notuð...gaman að það séu svona margir fullir af áhuga til að kenna og hja´lpa örðum að ná árangri í lífinu.

Gangi þér sem allra best Jóna...hlakka til að sjá síðuna þína þegar hún verður tilbúin.

Kveðja

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.8.2007 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband