Kaffihúsahuggulegheit og margt fleira!

Í gærkvöldi átti ég skemmtilega kvöldstund á huggulegu kaffihúsi þar sem mál "pússluspilsins" voru rædd. Mikið er gaman og gefandi að hitta fólk með sameiginleg áhugamál enda fórum við á flug og sátum og rökræddum þar til daman í afgreiðslunni var farin að blása á kertaljósin og slökkti á græjunum. Sú sem ég hitti þarna ætlar að vera með í Námskeiðsveislunni - ætlar meira að segja að vera með báða dagana, ekki amalegt. Eins gott að vera með brosvöðvana í góðu formi strax á laugardeginum. Nú annars verða þeir nú hvort sem er pottþétt orðnir vel þjálfaðir á sunnudeginum.

Ekki varð það verra þegar ég opnaði tölvupóstinn og fékk góðar fréttir um DVD efnið sem ég ætla að kynna. Nú er bara að halda áfram leitinni að týnda manninum, ég gekk svo langt í dag að tala inn á símsvara hjá einstakling í fjölskyldunni hjá honum .... vona að viðkomandi hjálpi mér að ná sambandi.

Nú er að drífa í heimasíðunni, það er ekki hægt að halda þessu leyndu öllu lengur, klukkan tifar...... og alltaf birtist nýr dagur áður en manni finnst að einn sé að verða hálfnaður ................... eins gott að hafa lært ýmislegt gott af Brian og fleirum varðandi nýtingu tímans.

Best að koma sér að verki ... hvað skyldi ég annars heyra í mörgum í dag sem hafa komist á snoðir um eitthvað út frá þessari síðu, það voru all nokkrir í gær. Spennandi dagur framundan, "fimmtudagur til frægðar! - ..... segjum það og brosum allan hringinn!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband