"Hvert skrapp sólin?"

Hvað varð eiginlega um sólina? Dag eftir dag höfum við vaknað við þvílíkt sólarbað að það hefur verið hreinn unaður. Svo allt í einu er bara skýjað loft! Hvað er í gangi? Sólin hlýtur bara að hafa brugðið sér frá rétt sem snöggvast!

Hvaða áhrif skyldi þetta nú hafa haft á fólk sem var að fara til vinnu í morgun, í engri sól?

Hvaða áhrif hafði þetta á þig?

Ef einhver var eitthvað smá hvumpinn við þig við kaffivélina á skrifstofunni í morgun, taktu það þá ekki stinnt upp, kannski voru það bara veðrabrigðin sem eiga orsökina, alls ekki þú.

Ef einhver þarf að kvarta sérstaklega mikið við þig í dag, taktu því þá með jafnaðargeði og þinni stóísku ró (ef hún er þér ekki eðlislæg þá er þetta ágætis áskorun til að þjálfa hana smá og styrkja) - notaðu virka hlustun (já virka - ekki óvirka) brostu bara og segðu svo í lokin,  "Jæja, það er bara svona, - og hvað ætlar þú svo að gera í málinu?"

Gangi þér vel, ég held að það sé smá skýarof þarna hátt uppi, sólin fer ábyggilega að senda okkur geisla sína á ný von bráðar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband