Markmiðamyndin fær glænýtt líf á skjánum!

Hefur þú búið þér til markmiðamynd nýlega?

Ha, markmiðamynd? Fyrirgefðu, þegar eitthvað er orðið svona sjálfsagður hlutur, ákveðinn vani, eitthvað sem alltaf er gert af og til, þá er mér pínulítið hætt við að gleyma að það eru kannski ekki alveg allir að lesa hugsanir mínar.

Markmiðamynd er mynd sem þú býrð til út frá markmiðunum þínum. Klippir t.d. út myndir og texta, textabrot eða jafnvel bara stafi, og raðar saman út frá því sem þig langar til að sé raunveruleiki þinn.

Við höfum oft gert þetta á námskeiðunum, núna seinna í haust verðum við líklega að vera bara með sér kvöldstund með þetta því að undanförnu höfum við hreinlega ekki náð því á námskeiðunum.

En, sem sagt, í morgun fékk ég þrælspennandi netpóst þar sem ég fékk að vita að nú væri komið kerfi / prógram / forrit sem gæti "klippt út markmiðamyndirnar fyrir þig" - raðað saman alls konar myndum sem hægt er að velja - og sett þær saman í syrpu á einfaldan og fljótlegan hátt.

Miðað við allt klipperíið - alla litlu pappírssneplana sem fljúga út um allt, þá er þetta náttúrulega bara hrein snilld. Mér skilst að þetta sé algjört æði. Ég er búin að leggja drög að því að vera líka með þetta í veislunni góðu. Mér skilst að það séu þvílíkir möguleikar í þessu. Hlakka mikið til að fá prufueintakið og..................... ég er bara svifin inn í framtíðina! Set þetta á heimasíðuna líka þegar allt verður orðið klárt.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra I. Sigurjónsdóttir

Hæ,hæ og takk fyrir bloggvinskapinn

Mikið er þetta spennandi allt sem þú ert að gera.

Bauð einu sinni konum heim til mín.  Vorum að vinna við það sama og ég bauð þeim að koma með blöð og fl. og þær gerðu einmitt svona... eins og oft er líka talað um"draumaspjöld."  Stemning og skemmtileg stund.

Þú ert í spennandi verkefnum og örugglega gaman í vinnunni,

gangi þér vel með þetta allt,

hlakka til að fylgjast með

Þóra I. Sigurjónsdóttir, 19.8.2007 kl. 06:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband